
Raphael Varane, varnarmaður Manchester United, verður með franska landsliðinu á HM en frá þessu greina franskir fjölmiðlar.
Varane óttaðist að missa af mótinu og brast í grát þegar hann fór meiddur af velli í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur verið í meðhöndlun í miðstöð franska landsliðsins.
Varane óttaðist að missa af mótinu og brast í grát þegar hann fór meiddur af velli í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur verið í meðhöndlun í miðstöð franska landsliðsins.
Varane var lykilmaður í vörn Frakklands þegar liðið vann HM í Rússlandi 2018.
L’Equipe segir Varane á góðum batavegi og að hann verði klár í mótið stóra. Hann mun þó ekki koma við sögu í þeim tveimur leikjum sem United á eftir fram að mótinu.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka tilkynnir 26 manna leikmannahóp sinn fyrir mótið á miðvikudag. Miðjumennirnir N'Golo Kante og Paul Pogba verða ekki með á mótinu vegna meiðsla og óvissa ríkir um sóknarmanninn Antoine Griezmann.
Spáð er að Varane eigi að byrja í 3-4-1-2 leikkerfi við hlið William Saliba og Benoit Badiashile en hvorugur þeirra hefur spilað áður á stórmóti.
Ástralía, Danmörk og Túnis eru með Frakklandi í riðli á HM.
Athugasemdir