Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 08. júlí 2015 12:45
Magnús Már Einarsson
Theódór Sveinjónsson rekinn frá Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Sveinjónsson, þjálfari Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna, hefur verið rekinn en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Theódór tók við Aftureldingu í mars 2014 þegar John Andrews hætti með liðið af persónulegum ástæðum.

„Þetta er auðvelda leiðin út úr vandræðunum. Það er gunguháttur að fara út í þennan pakka," sagði Theódór við Fótbolta.net í dag.

Undir stjórn Theódórs endaði Afturelding í 8. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra.

Afturelding situr í botnsæti Pepsi-deildar kvenna með eitt stig, fimm stigum frá öruggu sæti en liðið tapaði 3-1 gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gærkvöldi.

Lengra viðtal við Theódór birtist á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner