
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, viðurkennir að HM eigi ekki að fara fram í Katar.
Hinn 86 ára gamli Blatter var settur í bann frá fótbolta fyrir nokkrum árum, sakaður um spillingu.
Hinn 86 ára gamli Blatter var settur í bann frá fótbolta fyrir nokkrum árum, sakaður um spillingu.
Það hefur löngum verið talað um að það hafi eitthvað verið gruggugt í tengslum við valið á Katar fyrir HM 2022. Blatter hefur núna sagt að Katar sé of lítið land til að halda HM og að ef hann hefði fengið að velja að þá hefðu Bandaríkin verið fyrir valinu.
Hann segir að Platini, sem er fyrrum forseti UEFA, og Nicolas Sarkozy hafi skipt sér af valinu. Hann segir að það hafi skipt öllu máli þegar kosið var.
„Þetta snerist um peninga. Sex mánuðum síðar keyptu stjórnvöld í Katar orrustuþotur frá Frakklandi fyrir 14,6 milljarða dollara," segir Platini.
HM í Katar hefst 20. nóvember næstkomandi. Það hefur verið harðlega gagnrýnt að mótið sé haldið í landinu. Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið. Þá er samkynhneigð ólögleg í landinu.
Katar mun lita sig í dýrðarljóma á meðan HM stendur, dæmi um hvítþvott í gegnum íþróttir.
Blatter: “Qatar was a mistake”.
— Sam Gad Jones (@samgadjones) November 8, 2022
He says French president Sarkozy personally pressured FIFA to support the Qataris, who bought $14.6bn worth of Mirage Fighter Jets shortly after they won the bid 👀
First interview since his acquittal in @tagesanzeigerhttps://t.co/6HA86vWOwR
Athugasemdir