Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 11:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Er Heimir bara ráðinn til bráðabirgða? - Endurkoma Eiðs ekki útilokuð
Valdimar Svavarsson, formaður FH.
Valdimar Svavarsson, formaður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir að Heimir Guðjónsson verði kynntur sem nýr þjálfari FH í kvöld þá hljómar eins og sú ráðning sé mögulega bara til bráðabirgða. Valdimar Svavarsson, formaður FH, útilokar ekki endurkomu Eiðs Smára Guðjohnsen í viðtali við 433.is.

Í október tilkynnti FH að Eiður Smári myndi stíga til hliðar en ekki að hann væri hættur hjá félaginu.

„Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð," sagði í tilkynningu FH.

Valdimar var í dag spurður út í stöðuna varðandi Eiðs og útilokar ekki endurkomu hans. Hann segir að nýtt þjálfarateymi eigi að sjá um þá vinnu að skipa leikmannahópinn fyrir næsta tímabil.

„Okkar afstaða til Eiðs Smára er skýr. Við stöndum með honum í því að koma sínum málum á réttan stað. Við þurfum samt fyrst og fremst að horfa á félagið og hvernig við skipum nýjan hóp fyrir næsta vetur og sumar. Við þurfum að búa til teymi sem tekur þá vinnu á næstunni," sagði Valdimar við 433.is.

„Við viljum halda einhvers konar leið opinni fyrir Eið í framhaldinu en það verða einhverjar smá breytingar á því frá því sem áður var fyrirhugað. Við viljum gjarnan finna verkefni og sjá hvernig staðan verður þegar þessu ferli er lokið. Hvert það verður og hvernig, það verður tíminn að leiða í ljós."

FH hefur sex sinnum skipt um þjálfara síðan 2020 og spurning hversu lengi Heimir mun halda um stjórnartaumana í Krikanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner