Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 08:55
Elvar Geir Magnússon
Kveðjugjöf frá eigendum Liverpool?
Powerade
John W. Henry er tilbúinn að selja Liverpool.
John W. Henry er tilbúinn að selja Liverpool.
Mynd: Getty Images
Nathan Jones.
Nathan Jones.
Mynd: Getty Images
Eric Maxim Choupo-Moting er orðaður við Manchester United en vill vera áfram hjá Bayern.
Eric Maxim Choupo-Moting er orðaður við Manchester United en vill vera áfram hjá Bayern.
Mynd: EPA
Giroud fær nýjan samning.
Giroud fær nýjan samning.
Mynd: EPA
Bellingham, Jones, Gakpo, Leao og Choupo-Moting eru meðal manna sem koma við sögu í Powerade slúðurpakkanum í dag. Liverpool og möguleg sala félagsins er aðalmálið.

Fenway Sports Group, eigendahópur Liverpool, hyggst kaupa miðjumanninn Jude Bellingham (19) frá Borussia Dortmund fyrir 87 milljónir punda í 'kveðjugjöf' áður en félagið verður selt. (Marca)

Manchester United er meðal félaga sem hafa áhuga á Bellingham. Chelsea er ekki meðal félaga sem hann hefur áhuga á að fara til. (TeamTalk)

FSG mun græða mikið á sinni fjárfestingu en Liverpool er metið á minna en upphæðina sem Roman Abramovich seldi Chelsea á fyrr á árinu. (Star)

FSG hefur sett fjögurra milljarða punda verðmiða á Liverpool, eftir að hafa keypt félagið á 300 milljónir punda árið 2010. (Mirror)

Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe er meðal þeirra sem gætu gert tilboð í Liverpool. Ratcliffe er ríkasti einstaklingur Bretlandseyja og er stærsti landeigandi á Íslandi. (Liverpool Echo)

Ákvörðun FSG hefur sett framtíð Jurgen Klopp í hættu. Klopp gerði fjögurra ára samning því honum var sagt að Liverpool yrði í eigu FSG í mörg ár til viðbótar. (Athletic)

Nathan Jones, stjóri Luton, verður nýr stjóri Southampton eftir að Ralph Hasenhuttl var rekinn á mánudaginn. (Mail)

Forráðamenn Southampton eru aðdáendur Thomas Frank, stjóra Brentford, og ræddu einnig um Marcelo Gallardo, stjóra River Plate. (Guardian)

Yfir helmingur enskra úrvalsdeildarfélaga voru með fulltrúa í stúkunni á leik Ajax gegn PSV Eindhoven á sunnudag. Cody Gakpo (23), vængmaður PSV og Hollands, var meðal leikmanna í sviðsljósinu. (90min)

Vonir Chelsea um að geta keypt portúgalska framherjann Rafael Leao (23) hafa aukist þar sem viðræður hans við AC Milan um nýjan samning eru í mikilli flækju. (Sky Italy)

Arsenal og Tottenham íhuga að gera tilboð í kanadíska sóknarmanninn Jonathan David (22) hjá Lille. (GiveMeSport)

Topplið Arsenal er tilbúið að eyða í janúarglugganum til að halda sér í titilbaráttunni. (90min)

Manchester United vill kaupa kamerúnska framherjann Maxim Choupo-Moting (33) í janúar en hann vill vera áfram hjá Bayern München. (Florian Plettenberg)

Juventus vill halda Adrien Rabiot (27) en óttast að franski miðjumaðurinn fái betri samningstilboð frá enskum úrvalsdeildarfélögum. (Calciomercato)

Inter hyggst funda með Milan Skriniar (27) um framlengingu á samningi hans. Núgildandi samningur slóvakíska varnarmannsins rennur út næsta sumar. (Calciomercato)

AC Milan hefur undirbúið nýjan samning fyrir franska sóknarmanninn Olivier Giroud (36) sem mun væntanlega skrifa undir eftir HM. (Football Italia)
Athugasemdir
banner