Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ratcliffe ætlar ekki að kaupa Liverpool - Ætlar í samkeppni við PSG
Mynd: EPA

Sir Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands var sagður hafa áhuga á að kaupa Liverpool eftir að FSG greindi frá því að félagið var til sölu.


Það hefur nú verið staðfest að Ratcliffe ætli ekki að kaupa enska félagið. Ratcliffe er stofnandi INEOS Group Limited sem á franska félagið Nice.

„Staðan okkar hefur þróast síðan í sumar og við ætlum að einbeita okkur að Nice. Sýna metnað í því að gera það að topp liði í Frakklandi og berjast vil PSG. Það væri mun dýrmætari fjárfesting en að kaupa eitt af toppliðunum í úrvalsdeildinni," sagði talsmaður INEOS í samtali við The Telegraph.

Ratcliffe er stuðningsmaður Manchester United en hann hefur áður sagt frá áhuga sínum að kaupa United og einnig Chelsea áður en Todd Bohely tók við af Roman Abramovich.


Athugasemdir
banner
banner
banner