Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. nóvember 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Segir eigendur Liverpool alltaf með hagsmuni félagsins í forgangi
Pep Lijnders.
Pep Lijnders.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Lijnders aðstoðarstjóri Liverpool segir að eigendur félagsins, Fenway Sports Group, séu alltaf með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Greint var frá því í gær að félagið væri til sölu.

FSG keypti félagið á 300 milljónir punda árið 2010 en hefur nú sett fjögurra milljarða punda verðmiða á það.

„Allir sem þekkja félagið vita að við eigum sterkt samband við eigendurna. Ég veit að eigendurnir hafa alltaf verið með hag félagsins í forgangi og verða það áfram. Yfirlýsingin frá þeim var mjög skýr," segir Lijnders.

„Þeir hafa bundið niður okkar bestu menn og það er mikill stöðugleiki í akademíunni. Það hefur verið fjárfest í henni og æfingasvæðið er eitt það besta í heimsfótboltanum. Svo hefur leikvangurinn verið stækkaður."

Lijnders er aðstoðarmaður Klopp og sat fyrir svörum á fréttamannafundi í stað hans í dag.

„Ef þeir væru ekki góðir eigendur þá myndum við ekki sitja hérna. Við höfum unnið marga titla."

Sjá einnig:
Tilbúnir að hlusta á tilboð í Liverpool
Athugasemdir
banner
banner
banner