Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sendiherra fyrir HM í Katar: Samkynhneigð skemmd í huganum
HM hefst eftir tólf daga.
HM hefst eftir tólf daga.
Mynd: Getty Images
Það eru tólf dagar í að HM í Katar verður flautað á. Það hefur verið harðlega gagnrýnt að heimsmeistaramótið verði haldið í landinu.

Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot í Katar og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið.

Í Katar er samband einstaklinga af sama kyni bannað og einnig er fræðsla um samkynhneigð skilgreind sem glæpur.

Skipuleggjendur hafa ítrekað haldið því fram að öllum stuðningsfólki sé boðið á mótið og það verði öruggt á meðan mótinu stendur. En núna - þegar tólf dagar eru í fyrsta leik - þá hefur sendiherra fyrir mótið stigið fram opinberlega og lýst samkynhneigð sem „skemmd í huganum".

„Fólk verður að virða okkar reglur," sagði Khalid Salman, fyrrum landsliðsmaður Katar og sendiherra fyrir mótið, í samtali við ZDF í Þýskalandi.

„Af hverju er samkynhneigð bönnuð? Því það er skemmd í huganum."

FIFA skrifaði nýverið bréf til allra 32 þátttökuþjóða HM í Katar þar sem þeim er sagt að „einbeita sér að fótboltanum“ núna þegar rúmar tvær vikur eru í opnunarleik mótsins.

Sjá einnig:
FIFA segir þátttökuþjóðum HM að „einbeita sér að fótboltanum“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner