
Hinn átján ára gamli Cristian Volpato hafnaði því að vera í ástralska landsliðshópnum fyrir HM. Þessi ákaflega spennandi leikmaður spilar fyrir Roma og stefnir að því að spila fyrir ítalska landsliðið.
Volpato fæddist í Sydney í Ástralíu en hefur spilað fyrir yngri landslið Ítalíu.
Graham Arnold vildi fá hann í ástralska landsliðið fyrir HM í Katar en táningurinn hafnaði boðinu.
Volpato fæddist í Sydney í Ástralíu en hefur spilað fyrir yngri landslið Ítalíu.
Graham Arnold vildi fá hann í ástralska landsliðið fyrir HM í Katar en táningurinn hafnaði boðinu.
„Þar til ellefu í gærkvöldi var ég að reyna að sannfæra Volpato um að taka sæti í hópnum. Ég sagði honum í gær að hann væri einn af 26 leikmönnum sem ég valdi fyrir HM og hann vildi hugsa málið og ræða við aðila sem eru nátengdir honum, til að taka bestu ákvörðunina fyrir sinn feril," segir Arnold.
„Hann gaf mér svo neitun sem lokasvar. Þetta var hans ákvörðun. Cristian vildi ekki taka svona stóra ákvörðun á þessu stigi ferilsins og það er í góðu lagi."
Volpato hefur spilað sex leiki fyrir aðallið Roma á þessu tímabili, skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu.
Sjá einnig:
Leikmannahópur Ástralíu á HM
Athugasemdir