Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   mið 09. mars 2022 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Raggi bauðst til að hætta
Eysteinn og Siggi Raggi
Eysteinn og Siggi Raggi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Freyr
Haraldur Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta haust lauk samstarfi þeirra Sigga Ragga [Sigurður Ragnar Eyjólfsson] og Eysteins Húna Haukssonar með lið Keflavíkur. Þeir höfðu verið tveir aðstoðarþjálfarar liðsins en ákveðið var að Eysteinn yrði ekki áfram og er hann í dag orðinn yfirþjálfari yngri flokkahjá Val. Siggi Raggi er nú með Harald Frey Guðmundsson sér til aðstoðar.

Sjá einnig:
„Þeir verða auðvitað ósammála stundum og það kemur okkur ekkert við"
Eysteinn skoðar sín mál eftir óvænta uppsögn í Keflavík
Eysteinn svaraði sögum um ágreining: Samstarfið er mjög gott

Siggi Raggi var til viðtals hjá Herði Snævari Jónssyni í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut í gær og ræddi um breytingarnar á þjálfarateyminu eftir síðasta tímabil.

„Við tókum góðan fund eftir mót, ég og Eysteinn með stjórn Keflavíkur og fórum yfir þau mál. Fyrir mitt leyti var ég ekki tilbúinn í áframhaldandi samstarf."

„Ég bauðst til þess að hætta, bæði sem þjálfari Keflavíkur sem og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og hefði sætt mig við hvaða ákvörðun sem stjórnin hefði tekið. Hvort sem það var að ráða Eystein áfram eða hvorugan. Eina sem mér fannst ekki koma til greina var að við yrðum báðir áfram, mér fannst það ekki nógu „effektívt"."

„Ég hef ekkert út á Eystein á að setja, alls ekki, þetta var bara ákvörðun stjórnar. Honum var boðin staða í félaginu sem hann hugsaði lengi um. Hann ákvað síðan að fara til Vals sem er nýtt tækifæri og spennandi fyrir hann,“
sagði Sigurður Ragnar í þættinum.

„Sem þjálfari veluru hvað þú vilt gera en samt geturu ekki valið alveg allt sem þú vilt gera. Mér fannst árangurinn sem við náðum saman frábær. Þegar samstarfið hófst var liðið í 5. sæti í Lengjudeildinni, við vinnum deildina með yfirburðum og hefðum sennilega slegið markametið í deildinni. Við höldum liðinu uppi, náðum góðum árangri í bikarnum og það allt með ekki svo mikið fjármagn miðað við liðin í deildinni. Það er alltaf afrek fyrir nýliða að halda sér uppi."

„En þetta voru komin tvö ár og samstarfið var orðið þreytt að mínu mati og eflaust Eysteins líka. Við tókum tveggja klukkustunda fund með stjórn Keflavíkur og vorum mjög hreinskilnir báðir. Það var góður fundur og á endanum var þetta bara ákvörðun stjórnar hvað þeir vildu gera."

„Ég ætla ekki að eigna mér árangurinn síðasta sumar, það var samstarf og við tökum báðir, allir leikmennirnir og allir í teyminu fullt kredit fyrir það."

„Það er núna ný tilraun núna þar sem ég er aðalþjálfari og fékk Harald með mér sem aðstoðarþjálfara. Að öðru leyti er þetta sama teymi,"
sagði Siggi Raggi.

Smelltu hér til að horfa á þáttinn
Athugasemdir
banner
banner