
„Þetta var augljóslega ekki nægilega gott hjá okkur," sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir 2-2 jaftnefli gegn Lettum í dag.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Lettland
„Mér fannst við vera að reyna en eitthvað var ekki að virka, það er erfitt að segja hvað það er svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að skoða það og ætlum ekki að láta það gerast í Tyrklandi."
Kári Árnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og spilaði Ragnar við hlið Sölva Geirs Ottesen langstærstan hluta leiksins.
„Ég og Sölvi höfum oft spilað saman og það vantar ekkert upp á okkar samvinnu. Við kláruðum fyrri hálfleik vel. Það er allt liðið sem klikkar í seinni hálfleik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir