
Búið er að opinbera portúgalska landsliðshópinn sem fer á HM í Katar. Liðið er í H-riðli með Gana, Úrúgvæ og Suður-Kóreu. Fyrsti leikurinn er gegn Gana 24. nóvember.
Sex leikmenn frá Manchester eru í hópnum, þrír frá United og þrír frá City. Einnig eru þrír frá PSG í hópnum en ekki er pláss fyrir Renato Sanches.
Gamla brýnið Pepe fær kallið en sá sem lék við hlið hans þegar Portúgal vann EM 2016, Jose Fonte, fær ekki kallið. Diogo Jota hjá Liverpool hefði eflaust verið í hópnum ef ekki væri fyrir meiðsli sem hann varð fyrir fyrr í vetur.
Sex leikmenn frá Manchester eru í hópnum, þrír frá United og þrír frá City. Einnig eru þrír frá PSG í hópnum en ekki er pláss fyrir Renato Sanches.
Gamla brýnið Pepe fær kallið en sá sem lék við hlið hans þegar Portúgal vann EM 2016, Jose Fonte, fær ekki kallið. Diogo Jota hjá Liverpool hefði eflaust verið í hópnum ef ekki væri fyrir meiðsli sem hann varð fyrir fyrr í vetur.
Hópurinn
Markverðir: Rui Patricio (Roma), Diogo Costa (Porto), Jose Sa (Wolves)
Varnarmenn: Pepe (Porto), Ruben Dias (Manchester City), Joao Cancelo (Manchester City), Nuno Mendes (PSG), Diogo Dalot (Manchester United), Antonio Silva (Benfica), Rapahael Gurerero (Dortmund)
Miðjumenn: Vitinha (PSG), Bernardo Silva (Manchester City), Bruno Fernandes (Manchester United), Ruben Nevers (Wolves), Danilo Pereira (PSG), Palhinha (Fulham), Joao Mario (Benfica), Otavio (Porto), Matheus Nunes (Wolves), William (Real Betis)
Sóknarmenn: Joao Felix (Atletico Madrid), Cristiano Ronaldo (Manchester United), Rafael Leao (AC Milan), Andre Silva (Leipzig), Goncalo Ramos (Benfico), Ricardo Horta (Braga)
Helstu nöfnin sem eru ekki í hópnum:
Mario Rui (Napoli), Diogo Jota (Liverpool), José Fonte (Lille), Cedric Soares (Arsenal), Nelson Semedo (Wolves), Joao Moutinho (Wolves), Renato Sanches (PSG), Pedro Neto (Wolves) og Gonçalo Guedes (Wolves)
Athugasemdir