fim 10. nóvember 2022 09:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal tilbúið að greiða uppsett verð - Osimhen til Man Utd?
Powerade
Mudryk í gulu treyjunni.
Mudryk í gulu treyjunni.
Mynd: EPA
Osimhen til Man Utd eða Real Madrid?
Osimhen til Man Utd eða Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Moukoko orðaður við Liverpool
Moukoko orðaður við Liverpool
Mynd: Getty Images
Fimmtudagsslúðrið er í boði Powerade og er tekið saman af BBC.



Manchester United fylgist með Victor Osimhen (23) framherja Napoli. United gæti reynt að kaupa hann næsta sumar. (MEN)

Real Madrid hefur einnig áhuga og Carlo Ancelotti vill að forsetinn Florentino Perez kræki í leikmanninn fyrir sig. Real vill einnig fá Rafael Leao (23) í janúar. (Sport)

Man Utd hefur einnig áhuga á Enzo Fernandez (21) miðjumanni Benfica. (Record)

Liverpool hefur áhuga á Youssoufa Moukoko (17) framherja Dortmund. Moukoko hefur skorað sex mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. (Bild)

Eigendur Newcastle eru tilbúnir að eyða 70 milljónum punda í viðbót í leikmenn næsta sumar. (Sun)

Bayern Munchen veit ekki hvort félagið eigi að reyna fá Harry Kane (29) í sínar raðir frá Tottenham. (Bild)

West Ham hefur áhuga á Michael Keane (29) miðverði Everton. West Ham gæti reynt að fá hann í janúar. (Football Insider)

Newcastle ætlar að bjóða í Maximo Perrone (19) miðjumann Velez í Argentínu á næstu dögum. (Express)

Facundo Pellistri (20) miðjumaður Manchester United vill fara frá félaginu. Hann var á láni hjá Alaves á síðasta tímabili. (Mail)

Antonio Conte stjóri Tottenham býst við því að vera áfram hjá félaginu og gæti skrifað undir nýjan samning ef marka má orð aðstoðarmanns hanns Cristian Stellini. (Evening Standard)

Gladbach í Þýskalandi gæti misst Kouadio 'Manu' Kone til West Ham í janúar því enska félagið hefur áhuga. (Bild)

Arsenal er reiðubúið að bjóða þær 56 milljónir punda sem Shakhtar Donetsk biður um fyrir Mykhaylo Mudryk (21). Arsenal leiðir kapphlaupið um þennan úkraínska vængmann. (Give Me Sport)

Julen Loptegui, nýr stjóri Wolves, hefur áhuga á því að fá varnarmanninn Nacho Fernandez (32) og framherjann Mariano Diaz (29) frá Real Madrid til Molineux. (Goal)

Chelsea hefur áhuga á því að fá miðvörðinn Jose Maria Gimenez (27) frá Atletico Madrid. (SportWitness)

Everton vill fá Seny Dieng (27) markvörð QPR. (Football Insider)

Newcastle hefur áhuga á Nabil Fekir (29) sóknarmanni Real Betis. Hann er sagður kosta 50 milljónir evra. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner