fim 10. nóvember 2022 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfti að bruna frá Íslandi eftir að konan hótaði að skilja við hann
Maciej Makuszewski.
Maciej Makuszewski.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, fyrrum þjálfari Leiknis, var gestur í hlaðvarpi hér á síðunni í síðustu viku. Þar fór hann yfir tímann í Breiðholtinu og framhaldið á Hlíðarenda en hann er tekinn við sem aðstoðarþjálfari Vals.

Það er óhætt að segja að Leiknir hafi ekki unnið í útlendingalottóinu í sumar. Erlendu leikmenn liðsins - sem komu fyrir leiktíðina - reyndust ekki vel.

Mesta spennan var líklega fyrir pólska kantmanninum Maciej Makuszewski. Makusewski var með flotta ferilskrá, hafði leikið fimm landsleiki fyrir Pólland og var í 35 manna úrtakshóp Póllands fyrir HM í Rússlandi 2018.

Makuszewski, sem var að sækjast eftir ævintýri á Íslandi, fór um mitt sumar aftur heim til Póllands. Eiginkona hans hataði lífið á Íslandi.

„Maciej er frábær fótboltamaður, reyndi sitt besta en passaði ekki alveg inn í klefann. Það passa allir inn í Leiknisklefann og það var því mjög skrítið. Kannski var hann of stór prófíll," sagði Siggi.

„Hann var eitthvað að vinna hálfan daginn og sagðist vera rosalega þreyttur eftir það. Hann var góður náungi, spes týpa sem fúnkeraði ekki alveg. Hann var að komast í gang akkúrat þegar hann var að fara. Maður var orðinn spenntur fyrir seinni hlutann. Heilt yfir voru þetta gígantísk vonbrigði miðað við getu, feril og allt það."

„Við bjuggumst við hrikalega miklu en fengum ekki nógu mikið. Konan hans hataði lífið á Íslandi. Það er einhver Instagram-drottning sem fór til Póllands og sagði við hann að ef hann kæmi ekki til baka að þá myndi hún skilja við hann. Hann þurfti að bruna heim," sagði þjálfarinn.

Hægt er að hlusta á allt spjallið í spilaranum hér fyrir neðan.
Siggi Höskulds gerir upp tíma sinn í Breiðholtinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner