Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. nóvember 2022 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp dæmdur í eins leiks bann
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp stjóri Liverpool mun ekki stýra liðinu gegn Southampton um helgina en hann hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann. Hann er dæmdur í bann fyrir að veitast að aðstoðardómara í leik Liverpool gegn Manchester City á dögunum.


Hann var rekinn af velli og upphaflega fékk hann 30 þúsund punda sekt. Enska knattspyrnusambandið áfrýjaði dómnum og nú hefur verið staðfest að hann fær eins leiks bann.

„Stjóri Liverpool hefur fengið eins leiks bann sem mun strax taka gildi og áminntur um að passa upp á hegðun sína í framtíðinni," segir í yfirlýsingu frá sambandinu.

Liverpool verða því án Klopp gegn Southampton um helgina á Anfield en gestirnir verða með nýjan mann í brúnni þar sem Nathan Jones mun stýra liðinu í fyrsta sinn.


Athugasemdir
banner
banner