Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fös 12. mars 2021 23:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Berglind send á bráðamóttöku í janúar - „Tekið mjög mikið á andlega og líkamlega"
Berglind í leik með Le Havre
Berglind í leik með Le Havre
Mynd: Le Havre
Berglind missti af nokkrum leikjum vegna covid og svo eftirkastanna
Berglind missti af nokkrum leikjum vegna covid og svo eftirkastanna
Mynd: Le Havre
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Le Havre, greindist með kórónuveiruna í desember og missti úr síðasta leik franska liðsins fyrir jólafrí.

Berglind sneri til baka í fyrsta leik eftir jólafrí en líkaminn var ekki tilbúinn í átökin sem höfðu fylgt æfingaálaginu eftir jólafríið og því að spila leikinn. Hún lék ekki næstu leiki með liðinu en sneri til baka um síðustu helgi.

Fótbolti.net hafði samband við Bergindi í vikunni og var hún spurð út í síðustu mánuði.

Þú missir af leiknum gegn PSG vegna covid en kemur svo aftur í liðið gegn Issy í janúar. Hvað gerist svo eftir þann leik? Af hverju missiru af þremur leikjum?

„Ég greinist með covid í byrjun desember og missi af PSG leiknum. Sem betur fer var jólafrí eftir þann leik svo ég hafði smá tíma til að jafna mig eftir veikindin. Ég næ svo að koma til Íslands 23. desember, fer svo út aftur tíu dögum seinna og þar tekur við tveggja vikna „undirbúningstímabil“. Ég var ekki búin að ná að æfa neitt eftir að ég greindist með covid og fer beint í það að æfa tvisvar á dag, sem fór alls ekki vel í líkamann," sagði Berglind

„Ég spila svo allan leikinn gegn Issy en byrja svo að versna í líkamanum strax eftir leikinn og var send á bráðamóttökuna. Ég fer svo í rannsóknir þar og myndatöku tveimur dögum seinna, þar kemur í ljós að ég var með vökva í kringum hjartað og lungun."

„Í kjölfarið var ég sett á tíu daga lyfjakúr og skipað að hreyfa mig ekki neitt á meðan. Eftir það tók við endurhæfing, og sex vikum seinna næ ég að spila aftur með liðinu. Eftirköstin af covid hafa tekið mjög mikið á andlega og líkamlega."


Hvernig ertu í dag?
Berglind lék allan leikinn gegn Fleury um síðustu helgi.

„Ég er á fínum stað í dag og þakklát fyrir að vera komin aftur á völlinn," sagði Berglind.

Nánar var rætt við Berglindi og birtist viðtalið í heild sinni hér á Fótbolti.net í fyrramálið. Næsti leikur Le Havre er á heimavelli gegn Montpellier á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner