Mikið hefur verið rætt um þá nýlundu í fótbolta að þjálfarar nýti sér þá staðreynd að markverðir þurfa ekki að yfirgefa völlinn ef svo vill til að þeir þurfa aðhlynningu til þess hreinlega að taka leikhlé í leikjum. Í leik Íslands og Þýskalands í dag kenndi Fanney Inga Birkisdóttir markvörður Íslands sér meins eftir rúmlega klukkutíma leik og þurfti að fá aðhlynningu frá sjúkraþjálfurum Íslands.
12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
Þorsteinn Halldórsson nýtti sér þetta óvænta hlé á leiknum og kallaði leikmenn til sín á smá fund og fór yfir málin. Fannst honum tímasetning meiðsla Fanneyjar kannski sérstaklega heppileg til þessa fundarhalds?
„Hún var mjög góð. Fín tímasetning til þess að skerpa á ákveðnum hlutum og fara yfir ákveðna hluti. Auðvitað höfum við gert þetta oft áður að markmaðurinn meiðist....ekki en hann liggur og þá tökum við fund. Það var bara fínt í sjálfu sér að þetta gerðist akkúrat þarna. Við gátum aðeins skerpt á því hvernig við ætluðum að gera hluti á móti þeim.“
En hvað var það sem var að hrjá Fanney og er í lagi með hana?
„Já hún fékk eitthvað smá högg á lærið og dead leg held ég en ég held að hún sé fín bara.“
Fanney sjálf var einnig spurð út í meiðslin og leikhléið í viðtali við Fótbolta.net að leik loknum og sagði.
„Ég fékk hæl í lærið og hugsaði líka að það væri fínt að fá smá stopp til að ræða málin. Bara gott að við gátum þjappað okkur saman og siglt þessu síðan heim.“
12.07.2024 20:33
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Athugasemdir