Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   lau 12. október 2024 12:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þakkar guði fyrir að hafa ekki farið til Chelsea
Mynd: Porto

Það gekk mikið á í sumar hjá Samu Omorodion, framherja Porto, en hann gekk þá til liðs við félagið frá Atletico Madrid.


Omorodion var lengi vel orðaður við Chelsea og átti að fara til Englands í skiptum fyrir Conor Gallagher en ekkert varð úr því.

„Ég gekk í gegnum erfitt tímabil, það vita það allir að ég var við það að skrifa undir hjá Chelsea en sannleikurinn er sá að það gerðist ekki, það er aðeins ein ástæða fyrir því: Guð vildi það ekki. Ég er mjög ánægður að vera hér. Það gengur allt vel og ég vil halda áfram að sýna hvað ég get," sagði Omorodion.

Þessi tvítugi spænski framherji hefur byrjað gríðarlega vel hjá Porto en hann hefur skorað sjö mörk í sex leikjum.

Hann varð Ólympíumeistari með spænska landsliðinu í sumar en þegar hann snéri aftur til Atletico æfði hann ekki með liðinu.

„Ég grét á kvöldin, fjölskyldan mín var áhyggjufull. Ég æfði einn. Mér leið eins og ég væri ekki partur af liðinu," sagði Omorodion.


Athugasemdir
banner
banner