Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Amorim tók ungan aðdáanda á rúntinn
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim hefur átt brösótta byrjun sem stjóri Manchester United en hann hefur þó heillað einhverja stuðningsmenn með framkomu sinni og persónuleika.

Á myndbandi sem var tekið fyrir utan æfingasvæði Manchester United sést Amorim gefa sér tíma til að spjalla og stilla sér upp í mynd með ungum aðdáanda.

Amorim bauð svo stráknum í smá rúnt um æfingasvæðið.

Fallega gert hjá portúgalska stjóranum en í kvöld heldur blákaldur raunveruleikinn áfram, þegar Manchester United mætir Newcastle. United er aðeins átta stigum frá fallsvæðinu.


Athugasemdir
banner
banner