James Maddison leikmaður Tottenham var mættur í Alexandra Palace að horfa á HM í pílu í gær, stuttu eftir að Spurs gerði vonbrigðajafntefli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Maddison fagnar mörkum sínum með því að líkja eftir pílukasti og mætir reglulega sem áhorfandi á pílumót.
Maddison fagnar mörkum sínum með því að líkja eftir pílukasti og mætir reglulega sem áhorfandi á pílumót.
Það fór í taugarnar á einhverjum stuðningsmönnum að Maddison væri mættur á píluna ásamt liðsfélaga sínum Brennan Johnson. Einhver skrifaði til Maddison á Instagram að þetta væri óásættanlegt og leikmaðurinn var ekki lengi að svara og sagði honum einfaldlega að halda kjafti og lét fylgja hlæjandi tjákn.
Gengi Tottenham hefur verið dapurt að undanförnu og liðið hefur fallið niður á neðra skilti töflunnar. Stjórinn Ange Postecoglou er nú talinn líklegastur til að vera rekinn næstur samkvæmt veðbönkum.
Athugasemdir