Auðunn Ingi Valtýsson er genginn til liðs við Dalvík/Reyni frá Þór en hann gerir tveggja ára samning við félagið.
Auðunn er markvörður fæddur árið 2002 en hann lék á láni hjá Dalvík/Reyni í 2. deild sumarið 2023.
Auðunn er markvörður fæddur árið 2002 en hann lék á láni hjá Dalvík/Reyni í 2. deild sumarið 2023.
Hann hefur leikið 44 KSÍ leiki en hann kom við sögu í tveimur leikjum í Lengjudeildinni með Þór en hann varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum í leik gegn Þrótti og spilaði ekkert eftir það.
Franko Lalic sem varði mark Dalvíkur/Reynis þegar liðið féll úr Lengjudeildinni síðasta sumar gekk til liðs við Þór fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir