Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grínuðust með riflildi Salah og Klopp - „Skemmtilegra núna"
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili en hann hefur skorað 17 mörk og lagt upp 13 í 18 leikjum í úrvalsdeildinni.

Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 5-0 sigri liðsins á útivelli gegn West Ham í gær.

Salah á ekki góðar minningar af viðureign liðanna á síðustu leiktíð. Hann byrjaði á bekknum og þegar Jurgen Klopp, þáverandi stjóri liðsins, var að fara setja hann inn á sást greinilega að þeir voru að rífast.

Hann var spurður út í þær minningar eftir leikinn í gær.

„Leikmennirnir voru að segja inn í klefa: 'Mannstu hvað gerðist hérna síðast?' Þeir voru að hlægja. Virgil (van Dijk) byrjaði á þessu. Við hlógum að þessu. Það var ekki skemmtilegt augnablik en það var skemmtilegra núna," sagði Salah
Athugasemdir
banner
banner