Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason hefur samið við Fjölni og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Árni gekk í raðir Þórsara síðasta vetur og gerði eins árs samning fyrir norðan. Hann lék 19 leiki í deild og skoraði eitt mark og lék þrjá leiki í bikarnum.
Árni er 28 ára, hann er uppalinn hjá Leikni og hafði verið á mála hjá uppeldisfélaginu allan sinn feril þar til hann hélt til Þórs.
Fjölnir hafnaði í þriðja sæti Lengjudeildarinnar í sumar eftir að hafa verið á toppnum fram eftir tímabili. Liðið fór í umspil þar sem liðið beið lægri hlut gegn Aftureldingu.
Athugasemdir