Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cannavaro ráðinn þjálfari Dinamo Zagreb
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Fabio Cannvaro hefur verið ráðinn þjálfari króatíska liðsins Dinamo Zagreb.

Hann var ráðinn eftir að Nenad Bjelica var rekinn en hann hafði verið við stjórnvölin í þrjá mánuði. Hann var ráðinn eftir að hafa verið rekinn frá Union Berlin en hann stýrði Dinamo einnig frá 2018-2020.

Cannavaro er 51 árs en hann stýrði Udinese síðast þar sem hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð en hann hefur stýrt nokkrum liðum í Asíu, m.a. Al-Nassr og kínverska landsliðinu.

Hann lék á sínum tíma 136 landsleiki fyrir Ítalíu en hann varð heimsmeistari með liðinu árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner