Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Tvenna frá Thuram dugði ekki til gegn Fiorentina
Mynd: EPA
Juventus 2 - 2 Fiorentina
1-0 Kephren Thuram ('20 )
1-1 Moise Kean ('38 )
2-1 Kephren Thuram ('48 )
2-2 Riccardo Sottil ('87 )

Juventus er taplaust í ítölsku deildinni en Fiorentina freistaðist þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap gegn Udinese í síðustu umferð.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í annað sinn í deildinni eftir að hafa jafnað sig á meiðslum.

Juventus braut ísinn þegar Kephren Thuram skoraði en Moise Kean jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Thuram var ekki lengi að endurheimta forystuna fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks.

Það var svo Riccardo Sottil sem jafnaði metin með föstu skoti af stuttu færi en markið tryggði Fiorentina stig. Albert spilaði tæpan klukkutíma.

Liðin eru jöfn að stigum með 32 stig. Fiorentina er í 5. sæti og Juventus í 6. sæti en Fiorentina á leik til góða.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
2 Napoli 18 13 2 3 27 12 +15 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 18 11 2 5 33 25 +8 35
5 Fiorentina 17 9 5 3 31 15 +16 32
6 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 18 7 3 8 23 28 -5 24
10 Roma 18 5 5 8 24 24 0 20
11 Torino 18 5 5 8 19 24 -5 20
12 Empoli 18 4 7 7 17 21 -4 19
13 Genoa 18 4 7 7 16 27 -11 19
14 Parma 18 4 6 8 25 34 -9 18
15 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
16 Verona 18 6 0 12 24 42 -18 18
17 Lecce 18 4 4 10 11 31 -20 16
18 Cagliari 18 3 5 10 16 31 -15 14
19 Venezia 18 3 4 11 17 31 -14 13
20 Monza 18 1 7 10 16 25 -9 10
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner