Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 10:11
Elvar Geir Magnússon
Zlatan gagnrýndur eftir brottreksturinn - „Kunna ekki að stýra fótboltafélagi“
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: EPA
Sergio Conceicao er að taka við.
Sergio Conceicao er að taka við.
Mynd: EPA
Stjórnendur AC Milan fá harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brottrekstri Paulo Fonseca úr stjórastólnum. Fonseca var rekinn eftir 1-1 jafntefli gegn Roma í gær en fyrir leikinn var talið um að hann þyrfti sigur til að halda starfinu. Hann var aðeins sex mánuði í starfinu.

Goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er í ráðgjafastöðu hjá AC Milan og hefur mikið að segja bak við tjöldin. Hann fær gagnrýni og sagt að pressan á honum hafi aukist.

Illa staðið að brottrekstrinum
Gagnrýnin snýst aðallega að því hvernig staðið var að brottrekstrinum. Fonseca var tilkynnt um hann eftir að hann hafði sinnt skyldum sínum og viðtölum við fjölmiðla.

Ítalskir fjölmiðlar voru hinsvegar komnir með heimildir fyrir því að búið væri að ákveða að reka hann áður en fréttamannafundur fór fram og skapaðist þar furðulegt andrúmsloft. Fjölmiðlamenn vissu að Fonseca yrði rekinn en hann sjálfur var ekki með upplýsingar um það.

Enginn frá félaginu talaði við fjölmiðla í gærkvöldi en þegar Fonseca yfirgaf leikvanginn þá staðfesti hann brottreksturinn. Það var ekki fyrr en núna áðan sem yfirlýsing kom frá AC Milan.

„Þeir kunna ekki að stýra fótboltafélagi,“ sagði Michele Padovano, fyrrum sóknarmaður Juventus og sparkspekingur á Sky Sport Italia. Hann segir að fulltrúi félagsins hefði átt að stíga fram í gær og útskýra ákvörðunina í stað þess að skilja Fonseca eftir einan í svona erfiðum aðstæðum.

Francisco Conceicao, fyrrum stjóri Porto, er að taka við AC Milan og skrifar undir sex mánaða samning. AC Milan er í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
2 Napoli 18 13 2 3 27 12 +15 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 18 11 2 5 33 25 +8 35
5 Fiorentina 17 9 5 3 31 15 +16 32
6 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 18 7 3 8 23 28 -5 24
10 Roma 18 5 5 8 24 24 0 20
11 Torino 18 5 5 8 19 24 -5 20
12 Empoli 18 4 7 7 17 21 -4 19
13 Genoa 18 4 7 7 16 27 -11 19
14 Parma 18 4 6 8 25 34 -9 18
15 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
16 Verona 18 6 0 12 24 42 -18 18
17 Lecce 18 4 4 10 11 31 -20 16
18 Cagliari 18 3 5 10 16 31 -15 14
19 Venezia 18 3 4 11 17 31 -14 13
20 Monza 18 1 7 10 16 25 -9 10
Athugasemdir
banner
banner