Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 10:43
Elvar Geir Magnússon
Misstu Axel Frey og fengu annan Axel Frey (Staðfest)
Lengjudeildin
Axel Ívars og Úlfur þjálfari Fjölnis.
Axel Ívars og Úlfur þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fjölnir
Axel Freyr Ívarsson hefur gert þriggja ára samning við Fjölni í Lengjudeildinni.

„Axel sem er uppalinn á Skaganum er afar kraftmikill leikmaður sem skoraði 9 mörk og átti 12 stoðsetningar með liði Kára á liðnu tímabili," segir í tilkynningu Fjölnis.

„Við hjá Fjölni erum afar ánægð með að fá Axel í okkar lið og óskum honum alls hins besta."

Axel, sem er nítján ára, hefur leikið með Kára á Akranesi í 3. deildinni undanfarin ár.

Fjölnir tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum í umspili Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili.

Axel er fyrsti leikmaðurinn sem Fjölnir fær til sín í vetur en liðið hefur misst öfluga leikmenn. Þar á meðal er Axel Freyr Harðarson sem fór í Leikni en í staðinn er nafni hans mættur í Grafarvoginn.

Komnir:
Axel Freyr Ívarsson frá Kára

Farnir:
Guðmundur Karl Guðmundsson hættur
Júlíus Mar Júlíusson í KR
Halldór Snær Georgsson í KR
Axel Freyr Harðarson í Leikni
Óliver Dagur Thorlacius í KR
Dagur Ingi Axelsson í HK
Athugasemdir
banner
banner