Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
   sun 29. desember 2024 18:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikill léttir fyrir Guardiola og Man City - „Haaland er þreyttur"
Mynd: EPA
Manchester City vann Leicester í dag en það var sjaldgæfur sigur miðað við gengi liðsins undanfarnar vikur og mánuði. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu 13 leikjum.

Pep Guardiola, stjóra Man City, var létt eftir leikinn.

„Við þurftum á þessu að halda. Þetta var ekki frábær frammistaða en vonandi færir sigurinn okkur betra skap. Við gátum ekki haldið sömu orkunni út 90 mínúturnar en vonandi getum við komið til baka úr þessu slæma tímabili á nýju ári," sagði Guardiola.

„Þetta er léttir, það er orðið sem lýsir því hvernig okkur líður. Við höfum gert stórkostlega hluti en nú eigum við í vandræðum með að vinna leiki svo þetta er bara léttir."

Erling Haaland skoraði seinna mark liðsins en þetta var aðeins annað mark hans í síðustu átta leikjum.

„Stundum hefur Haaland fengið ósanngjarna gagnrýni en það er hluti af fótbolta. Hann er þreyttur, hann hefur spilað mikið. Hann varð faðir í fyrsta sinn á dögunum, mikið af tilfinningum og spennandi dagar fyrir hann," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner