Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 20:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot: Ekki oft sem maður getur setið og notið
Mynd: EPA
Liverpool endaði árið á frábærum nótum en liðið valtaði yfir West Ham í kvöld.

Arne Slot var mjög rólegur á hliðarlínunni en Liverpool var með 3-0 forystu í hálfleik og vann að lokum 5-0.

„Ég hafði mjög gaman af þessu. Það gerist ekki oft að ég geti setið og notið. Það var þannig gegn Tottenham þegar við vorum 5-1 yfir og þeir komu til baka í 5-3 en í dag stjórnuðum við leiknum allan tíman," sagði Slot.

„Við töluðum um varnarleikinn fyrir leikinn. Við fengum tvö eða þrjú færi á okkur í dag og tvö gegn Leicester og fengum eitt mark á okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner