Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   sun 29. desember 2024 20:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lopetegui bað stuðningsmenn afsökunar - „Erum að tala um besta lið í heimi"
Mynd: EPA
Julen Lopetegui hefur verið undir mikilli pressu á þessu tímabili og ekki skánar það eftir 5-0 tap á heimavelli gegn Liverpool í kvöld.

West Ham átti ekki mikla möguleika í leiknum en Lopetegui bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á frammistöðunni.

„Við erum mjög leiðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar út af því hvernig við töpuðum. Við erum að tala um besta lið úrvalsdeildarinnar og í heimi en á heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn, mér þykir þetta mjög leitt," sagði Lopetegui.

„Við fengum eitt tækifæri í byrjun eftir þeirra fyrsta færi og svo gátum við jafnað þegar Mo Kudus komst í færi en þeir áttu þetta skilið. Leikurinn var búinn í hálfleik, þetta er erfiður dagur fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner