Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tómas Bjartur í Hamar (Staðfest) - Fimm efnilegir framlengja
Mynd: Hamar
Tómas Bjartur Björnsson er genginn til liðs við Hamar og mun leika með liðinu í 4. deild í sumar.

Tómas er 23 ára gamall miðvörður en hann er uppalinn í Breiðabliki auk þess að spila með 2. flokki Víkings. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með Smára en hefur einnig leikið með KFK og nú síðast ÍH síðasta sumar.

Hann þekkir til í Hveragerði en hann lék með Hamri sumarið 2022.

„Tómas stundar nám í Bandaríkjunum og mun hann koma í toppstandi til okkar! Við erum virkilega ánægð að Tómas hafi ákveðið að taka slaginn með okkur en hann hafði úr nokkrum liðum að velja," segir í tilkynningu frá Hamri.

Þá staðfesti félagið að Alfreð Snær Valdimarsson (2009), Arnór Ingi Davíðsson (2007), Eyvindur Sveinn Láursson (2008), Ingimar Þorvaldsson (2008) og Viktor Berg Benediktsson (2008) hafi framlengt samninga sína við félagið.

Allir hafa þeir komið við sögu í mótsleikjum hjá meistaraflokki nema Alfreð sem hefur þó spilað æfingaleiki með liðinu í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner