Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   sun 29. desember 2024 22:25
Elvar Geir Magnússon
Sævar Atli til Þýskalands?
Sævar Atli er 24 ára.
Sævar Atli er 24 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon gæti verið á förum frá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby.

Lyngby hefur reynt að gera nýjan samning við Sævar án árangurs en samningur hans rennur út næsta sumar.

Önnur dönsk félög hafa áhuga á honum, þar á meðal AGF og Silkeborg, og þá segir Orri Rafn Sigurðarson, sem er búsettur í Danmörku, að félög í B-deild þýsku Bundesligunnar hafi áhuga á honum.

Sævar hefur leikið fyrir Lyngby síðan 2021, þegar hann kom frá uppeldisfélagi sínu Leikni í Breiðholti. Hann á fimm landsleiki fyrir Ísland.

Sævar er með tvö mörk og tvær stoðsendingar fyrir Lyngby sem er í harðri fallbaráttu, í ellefta sæti af tólf liðum dönsku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner