Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, verður frá í dágóðan tíma eftir að hann meiddist gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Gomez meiddist rétt fyrir hálfleik í gær og þurfti að fara af velli. Hann meiddist aftan í læri og kom Jarell Quansah inn á í hans stað.
Gomez meiddist rétt fyrir hálfleik í gær og þurfti að fara af velli. Hann meiddist aftan í læri og kom Jarell Quansah inn á í hans stað.
„Ef leikmaður segir að hann geti ekki meira, þá verðum við að skipta honum út af," sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.
„Við vitum að þetta eru meiðsli aftan í læri og við vitum að það mun taka dágóðan tíma fyrir hann að koma til baka. Ég veit ekki hversu langan tíma en það verður dágóður tími."
Gomez hefur verið að spila vel í hjarta varnarinnar hjá Liverpool eftir að Ibrahima Konate meiddist en það styttist í endurkomu Konate.
Athugasemdir