Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fonseca staðfesti að hann hafi verið rekinn
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca staðfesti eftir leik Milan og Roma að hann hafi verið rekinn sem stjóri Milan.

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir leikinn að Fonseca væri á síðasta séns og yrði rekinn ef liðið myndi ekki vinna gegn Roma, leiknum lauk með jafntefli.

Stjóra tíð hans hjá Milan lauk því í gær þar seem hann fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Hann stýrði liðinu í 24 leikjum í deild, bikar og Meistaradeild. 12 sigrar, sex jafntefli og sex töp. Liðið er sem stendur í 7. sæti ítölsku deildarinnar.

Fonseca tók við liðinu í sumar eftir að hafa gert góða hluti með franska liðið Lille. Sergio Conceicao, fyrrum stjóri Porto, mun taka við af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner