Salah og Van Dijk framlengja - Liverpool opið fyrir því að selja Nunez - Nkunku til Barcelona?
banner
   sun 29. desember 2024 19:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool rúllaði yfir West Ham
Mynd: EPA
West Ham 0 - 5 Liverpool
0-1 Luis Diaz ('30 )
0-2 Cody Gakpo ('40 )
0-3 Mohamed Salah ('44 )
0-4 Trent Alexander-Arnold ('54 )
0-5 Diogo Jota ('84 )

Liverpool vann mjög öruggan sigur á West Ham á útivelli í síðasta leik liðanna á árinu í kvöld.

Liverpool var með 3-0 forystu í hálfleik en Mohamed Salah hefur verið óstöðvandi á þessu tímabili, hann skoraði þriðja mark liðsins og lagði upp annað markið á Cody Gakpo en það var Luis Diaz sem kom liðinu yfir en það var áttunda mark hans í deildinni, þar jafnaði hann sinn besta árangur fyrir Liverpool.

Trent Alexander-Arnold gerði út um leikinn þegar hann skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn en boltinn fór af Max Kilman og breytti vel um stefnu á leið sinni í markið.

Það var rólegur dagur á skrifstofunni hjá Alisson sem þurfti lítið sem ekkert að grípa inn í. Diogo Jota kom inn á sem varamaður og hann negldi síðasta naglann í kistu West Ham.

Liverpool er sem stendur með átta stiga forystu á toppnum en West Ham er í 13. sæti með 23 stig.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner