Nottingham Forest hefur náð ótrúlegum árangri á tímabilinu en liðið er í 2. sæti eftir 2-0 sigur á Everton í dag.
Chris Wood skoraði fyrra markið og lagði upp seinna markið á Morgan Gibbs-White. Wood hefur verið sjóðandi heitur en hann er búiinn að skora ellefu mörk.
Chris Wood skoraði fyrra markið og lagði upp seinna markið á Morgan Gibbs-White. Wood hefur verið sjóðandi heitur en hann er búiinn að skora ellefu mörk.
„Það er ekkert leyndarmál á bakvið þetta. Þetta snýst um að leggja hart að sér og vinna vel saman sem lið. Þetta var erfiður leiku en góður. Þetta snýst um að nýta tækifærin þegar þau koma og sem betur fer gat ég gert það," sagði Wood.
Það er ljóst að Forest verður í 2. sæti þegar nýtt ár gengur í garð en Wood var spurður út í möguleikann á því að spila í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
„Það er gaman en við erum ekki að hugsa um það. Við verðum að halda áfram að einbeita okkur að það sem við erum að gera og taka einn leik í einu. Það ere draumur fyrir stuðningsmenn og félagið. Þetta er úrvalsdeildin, erfiðasta deild í heimi," sagði Wood.
Athugasemdir