Danska fótboltafélagið Kolding vonast til að kynna nýjan þjálfara liðsins í byrjun janúar. Arnar Grétarsson hefur verið orðaður við starfið.
Félagið hefur aftur æfingar eftir vetrarfrí þann 6. janúar og stefnan er að það verði búið að ráða nýjan þjálfara liðsins fyrir þá dagsetningu.
Félagið hefur aftur æfingar eftir vetrarfrí þann 6. janúar og stefnan er að það verði búið að ráða nýjan þjálfara liðsins fyrir þá dagsetningu.
Niklas Nürnberg, yfirmaður fótboltamála hjá Kolding, segir að ferlið sé komið frekar langt.
„Staðan er sú að við erum komnir nokkuð langt. Við erum að ræða við síðustu kandídatana. Núna þurfum við að koma þessu yfir línuna," segir Nürnberg.
Það er spurning hvort það verði Arnar sem fái starfið eða einhver annar. Ef Arnar, sem stýrði síðast Val, tekur við starfinu, þá er möguleiki að Eiður Smári Guðjohnsen verði aðstoðarþjálfari.
Kolding er sem stendur í sjöunda sæti dönsku B-deildarinnar en varnarmaðurinn Ari Leifsson er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir