Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 13:02
Elvar Geir Magnússon
Fer Kristian Hlyns frá Ajax í janúar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson að hugsa sér til hreyfings frá hollenska stórliðinu Ajax.

Þessi tvítugi sóknarmiðjumaður hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hann hefur fengið fá tækifæri síðan hann jafnaði sig af ökklameiðslum og bara verið einu sinni í byrjunarliðinu frá því í ágúst. Ef staða hans breytist ekki gæti hann fært sig um set.

Ljóst er að mörg félög í Evrópu hafa áhuga á þessum unga hæfileikaríka leikmanni og spurning hvort hann færi sig um set í janúarglugganum. Hann er samningsbundinn Ajax til sumarsins 2026.

Kristian á tvo landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner