Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   sun 29. desember 2024 21:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagn Alexander-Arnold vekur athygli - „Segir manni ýmislegt"
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, Mohamed Salah og Virgil van Dijk, leikmenn Liverpool, hafa verið mikið í umræðunni undanfarið þar sem samningar þeirra renna út í sumar.

Alexander-Arnold hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarið en hann virtist sjálfur gefa í skyn að það væri bara slúður. Hann var með látbragð þegar hann fagnaði marki sínu í 5-0 sigri á West Ham í kvöld.

Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í Alexander-Arnold eftir leikinn í kvöld.

„Hann spilaði mjög vel, hann skoraði frábært mark og hvernig hann fagnaði segir manni ýmislegt. Ég þarf ekki að segja mikið um það. Ég er mjög ánægður með Trent, það sama má segja um Mo (Salah) og Virgil (Van Dijk). Kannski er meira rætt um hann í fjölmiðlum en hina tvo en ég eer mjög ánægður með þá þrjá," sagði Slot.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner