Andy Mitten, fréttamaður sem fjallað hefur lengi um Manchester United, segir að allir stjórar félagsins á síðustu árum hafi lent í vandamálum með framherjann Marcus Rashford.
Rúben Amorim tók nýverið við stjórn Man Utd en hann hefur ekki viljað nota Rashford og er útlit fyrir að enski framherjinn sé á leið frá félaginu í janúar.
Rúben Amorim tók nýverið við stjórn Man Utd en hann hefur ekki viljað nota Rashford og er útlit fyrir að enski framherjinn sé á leið frá félaginu í janúar.
Rashford hefur verið harðlega gagnrýndur á síðustu mánuðum og árum fyrir frammistöðu sína með Man Utd og hugarfar inn á vellinum.
Núna segir Mitten, sem er virtur blaðamaður á meðal stuðningsmanna Man Utd, að Rashford hafi skapað vandamál fyrir alla þá stjóra United sem hafi þjálfað hann. Það eru Louis van Gaal, Jose Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, Ralf Rangnick, Erik ten Hag og Amorim.
„Allir fyrrum stjórar Man Utd hafa lent í vandamálum með Rashford. Ég hef talað við þá. Ég þekki þá. Þeir hafa sagt mér það," sagði Mitten við talkSPORT.
Mitten segir að Rashford sé ekki með mikinn stuðning hjá stuðningsmönnum félagsins og það séu ekki margir sem vilji halda honum hjá félaginu. Hlutabréfin í honum eru verulega lág.
Athugasemdir