Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   sun 29. desember 2024 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Aaronson skaut Leeds aftur á toppinn
Brenden Aaronson
Brenden Aaronson
Mynd: EPA
Leeds er komið aftur á toppinn í Championship deildinni en Sheffield United komst á toppinn fyrr í dag með sigri á West Brom.

Leeds var með mikla yfirburði gegn Derby en það var mark frá Brenden Aaronson þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma sem skildi liðin að.

Leeds er með 51 stig á toppnum og fer með tveggja stiga forystu á Sheffield United inn í nýja árið. Derby er með 27 stig í 16. sæti.

Burnley gat með sigri á Middlesbrough endað árið í 2. sæti en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Middlesbrough er í 6. sæti með 37 stig, jafn mörg stig og Watford sem er í sætinu fyrir neðan en Watford á leik til góða.

Derby County 0 - 1 Leeds
0-1 Brenden Aaronson ('79 )

Middlesbrough 0 - 0 Burnley
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 25 15 7 3 45 16 +29 52
2 Burnley 25 13 10 2 30 9 +21 49
3 Sheffield Utd 25 15 6 4 34 16 +18 49
4 Sunderland 25 13 8 4 38 22 +16 47
5 Middlesbrough 25 11 7 7 42 31 +11 40
6 West Brom 25 9 12 4 31 20 +11 39
7 Blackburn 24 11 6 7 28 22 +6 39
8 Watford 24 11 4 9 34 34 0 37
9 Sheff Wed 25 10 6 9 36 38 -2 36
10 Bristol City 25 8 10 7 32 30 +2 34
11 Norwich 25 8 9 8 41 36 +5 33
12 Swansea 25 9 6 10 29 29 0 33
13 Millwall 24 7 8 9 22 21 +1 29
14 Coventry 25 7 8 10 33 35 -2 29
15 Preston NE 25 6 11 8 27 33 -6 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Derby County 25 7 6 12 31 34 -3 27
18 Oxford United 24 7 6 11 27 39 -12 27
19 Stoke City 25 6 8 11 24 32 -8 26
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 23 5 8 10 30 40 -10 23
22 Hull City 25 5 7 13 22 33 -11 22
23 Cardiff City 24 5 7 12 24 39 -15 22
24 Plymouth 24 4 7 13 24 53 -29 19
Athugasemdir
banner
banner
banner