Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er annað árið í röð á meðal 100 bestu fótboltakvenna í heimi að mati breska miðilsins Guardian. Alls tóku 99 sérfræðingar þátt í valinu og þar á meðal voru þjálfarar hjá stórum félögum í Evrópu.
Glódís er ein af þeim sem stekkur hvað hæst frá listanum í fyrra en hún fer upp um 34 sæti; úr 75. sæti í 41. sæti.
Glódís er ein af þeim sem stekkur hvað hæst frá listanum í fyrra en hún fer upp um 34 sæti; úr 75. sæti í 41. sæti.
Glódís er næst hæst af miðvörðum á listanum en hún var besti miðvörður í heimi samkvæmt hinum virtu Ballon d'Or verðlaunum sem voru veitt fyrir nokkrum vikum.
„Þessi öflugi miðvörður Bayern og íslenska landsliðsins kemst inn á topp 50 eftir ár þar sem hún stimplaði sig allverulega inn sem einn besti miðvörður í Evrópu," segir í umsögn um Glódísi.
Aitana Bonmati, miðjumaður Barcelona, er á toppi listans annað árið í röð.
Athugasemdir