Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Chelsea heimsækir Ipswich og Newcastle á Old Trafford
Mynd: EPA
Þrír síðustu leikir ársins í eensku úrvalsdeildinni fara fram í kvöld.

Aston Villa og Brighton eigast við en bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar en Brighton getur komist upp fyrir Villa með sigri.

Chelsea hefur byrjað tímabilið gríðarlega vel en hefur misstigið sig í síðustu tveimur leikjum þar sem liðið hefur aðeins náð í eitt stig gegn Everton og Fulham. Liðið heimsækir nýliða Ipswich sem getur rifið sig upp í 18. sæti með sigri.

Lokaleikur dagsins er síðan leikur Man Utd og Newcastle á Old Trafford. Það hefur lítið gengið upp hjá Man Utd að undanförnu en liðið hefur aðeins nælt í þrjú stig í síðustu fimm leikjum. Newcastle hefur hins vegar verið að rétta úr kútnum og unnið síðustu þrjá leiki sína.

ENGLAND: Premier League
19:45 Aston Villa - Brighton
19:45 Ipswich Town - Chelsea
20:00 Man Utd - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Arsenal 19 11 6 2 38 17 +21 39
3 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 19 7 3 9 33 35 -2 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner