Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Rooney að íhuga stöðu sína?
Það gengur allt á afturfótunum hjá Rooney.
Það gengur allt á afturfótunum hjá Rooney.
Mynd: EPA
Wayne Rooney ýjaði að því að hann gæti sagt upp störfum hjá Plymouth, eftir að liðið tapaði gegn Oxford í Championship-deildinni í gær.

Plymouth, sem Guðlaugur Victor Pálsson spilar með, er á botninum og næstum tveir mánuðir síðan liðið vann leik. Liðið tapaði fallbaráttuslag gegn Oxford sem hefur líka verið í miklu basli, 2-0.

Plymouth er fjórum stigum frá öruggu sæti. Rooney sagði á dögunum að hann væri rétti maðurinn til að snúa gengi liðsins við en það var efasemdartónn í honum eftir leikinn í gær.

„Það þarf að skoða allt. Ég tel að það sé eðlilegt miðað við þetta slæma gengi sem við erum að ganga í gegnum. Ég skil pirring stuðningsmanna, þú vilt sjá liðinu þínu ganga vel, þú vilt sjá það vinna og sjá það tækla," segir Rooney.

„Við erum að reyna að laga hlutina en því miður hefur það ekki gengið. Ég ætla ekki að standa hér og gagnrýna leikmennina eða liðið. Auðvitað mun ég ræða við þá augliti til auglitis en það er bara milli okkar."
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 25 15 7 3 45 16 +29 52
2 Burnley 25 13 10 2 30 9 +21 49
3 Sheffield Utd 25 15 6 4 34 16 +18 49
4 Sunderland 25 13 8 4 38 22 +16 47
5 Middlesbrough 25 11 7 7 42 31 +11 40
6 West Brom 25 9 12 4 31 20 +11 39
7 Blackburn 24 11 6 7 28 22 +6 39
8 Watford 24 11 4 9 34 34 0 37
9 Sheff Wed 25 10 6 9 36 38 -2 36
10 Bristol City 25 8 10 7 32 30 +2 34
11 Norwich 25 8 9 8 41 36 +5 33
12 Swansea 25 9 6 10 29 29 0 33
13 Millwall 24 7 8 9 22 21 +1 29
14 Coventry 25 7 8 10 33 35 -2 29
15 Preston NE 25 6 11 8 27 33 -6 29
16 QPR 25 6 11 8 27 33 -6 29
17 Derby County 25 7 6 12 31 34 -3 27
18 Oxford United 24 7 6 11 27 39 -12 27
19 Stoke City 25 6 8 11 24 32 -8 26
20 Luton 25 7 4 14 26 42 -16 25
21 Portsmouth 23 5 8 10 30 40 -10 23
22 Hull City 25 5 7 13 22 33 -11 22
23 Cardiff City 24 5 7 12 24 39 -15 22
24 Plymouth 24 4 7 13 24 53 -29 19
Athugasemdir
banner
banner