Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   sun 29. desember 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta er brot alls staðar fyrir utan England"
Olver Glasner
Olver Glasner
Mynd: EPA
Crystal Palace lagði Southampton að velli í úrvalsdeildinni í dag. Tylere Dibling kom Southampton yfir en Trevoh Chalobah jafnaði metin áður en Eberechi Eze tryggði Palace stigin þrjú.

Stjórar liðanna eru ósammála um hvort markið hjá Chalobah átti að standa.

Chalobah skoraði eftir hornspyrnu en Jean Phillipe-Mateta ýtti Aaron Ramsdale og þá hélt Chalobah um hálsinn á Taylor Harwood-Bellis þegar hann stökk upp til að ná boltanum.

„Þetta er brot alls staðar nema á Englandi. Það var fundur með öllum stjórunum fyrir tímabilið og okkur var tjáð að þetta væri Úrvalsdeeildin og hún sé þekkt sem sú besta í heimi út af því að svona er spilað," sagði Glasner.

„Þetta er brot. Það er mjög erfitt fyrri Ramsdale að gera eitthvað ef það er leikmaður að ýta honum. Ég veit ekki hvað reglurnar segja en fyrir mér er þetta brot," sagði Juric.

Sjáðu markið hér



Athugasemdir
banner
banner