Tár, bros og takkaskór á árinu 2024. Það voru margar magnaðar stundir á vettvangi fótboltans úti í hinum stóra heimi. Hér má sjá samantekt á stærstu stundum ársins sem er að líða.
JANÚAR - Jurgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool eftir tímabilið. Tilfinningaþrungin stund fyrir stuðningsmenn Liverpool um allan heim en Klopp sagðist vera farinn að finna að hann væri að verða orkulaus. Í maí var svo tilkynnt að Arne Slot myndi taka við liðinu.
FEBRÚAR - Klopp vann titil á kveðjutímabili sínu en Liverpool vann Chelsea í framlengdum úrslitaleik deildabikarsins.
APRÍL - Bayer Leverkusen varð þýskur meistari í fyrsta sinn. Gríðarlegt afrek hjá Xabi Alonso og hans mönnum.
MAÍ - Manchester United vann FA-bikarinn og Erik ten Hag fékk nýjan samning. Samband hans og félagsins átti þó ekki eftir að vara mikið lengur.
MAÍ - Ademola Lookman varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Atalanta vann 3-0 sigur á Leverkusen í úrslitaleiknum.
JÚNÍ - Real Madrid varð Spánarmeistari og vann svo Borussia Dortmund 2-0 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. Dani Carvajal og Vinicius Jr með mörkin.
JÚLÍ - Ungstirnið Lamine Yamal varð að stórstjörnu á EM. Hann varð sautján ára meðan á mótinu stóð og var lykilmaður í sigri Spánverja.
JÚLÍ - England tapaði í úrslitaleiknum og það reyndist kveðjuleikur landsliðsþjálfarans Gareth Southgate. Thomas Tuchel var síðar valinn sem eftirmaður hans.
JÚLÍ - Þýska goðsögnin Toni Kroos lagði skóna á hilluna og óhætt að segja að hann hafi hætt á toppnum. Hann vann Meistaradeildina í síðasta leik sínum fyrir Real Madrid.
JÚLÍ - Lautaro Martínez skoraði sigurmark Argentínu gegn Kólumbíu í úrslitaleik Copa America. Vandræðagangur og troðningur við völlinn settu ljótan blett á úrslitaleikinn í Bandaríkjunum.
SEPTEMBER - Cristiano Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum en hann kom Portúgal í 2-0 gegn Króatíu. Enn eitt met Portúgalans.
OKTÓBER - Eftir vonda byrjun Manchester United á tímabilinu var Ten Hag rekinn og Portúgalinn Rúben Amorim ráðinn í hans stað.
Athugasemdir