Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Dómarinn þarf að útskýra af hverju þetta er ekki rautt spjald"
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, var ekki sáttur með það að Ryan Christie, leikmaður Bournemouth, hafi ekki verið rekinn af velli í viðureign liðanna í gær.

Christie braut á Antonee Robinson undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0 fyrir Fulham en leiknum lauk með 2-1 sigri Bournemouth.

„Dómarinn þarf að útskýra af hverju þetta er ekki rautt spjald. Við lentum í því sama gegn Tottenham. Þegar ég sá fótinn á Robinson er þetta augljóst rautt spjald. Þetta atvik hefur klárlega áhrif á leikinn," sagði Silva.

Mike Dean, fyrrum dómari í úrvalsdeildinni, tjáði sig um atvikið á Sky Sports.

„Hann fer í manninn með öðrum fætinum og nær boltanum. Mér finnst þetta ekki vera rautt spjald," sagði Dean.


Athugasemdir
banner
banner
banner