Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   mán 30. desember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bentancur spilaði tvo leiki og er kominn aftur í bann
Mynd: Getty Images
Rodrigo Bentancur fékk sitt fimmta gula spjald á tímabilinu í 2-2 jafntefli gegn Wolves í gær og mun því vera í banni í næstu umferð.

Bentancur var dæmdur í sjö leikja bann í síðasta mánuði fyrir ummæli um liðsfélaga sinn Son Heung-Min.

Hann snéri aftur á annan í jólum þar sem hann lék rúman klukkutíma í tapi gegn Nottingham Forest.

Hann spilaði allan leikinn í gær og skoraði en fékk að líta gula spjaldið seint í uppbótatíma sem var hans fimmta spjald á tímabilinu. Í næstu umferð fær liðið Newcastle í heimsókn þann 4. janúar.
Athugasemdir
banner