Ef það er eitthvað sem Manchester United þarf á að halda núna, þá er það góður janúargluggi. United er í sögulegri lægð og situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Gengið hefur ekkert batnað frá því að Rúben Amorim tók við stjórnartaumunum en hann hefur verið að reyna að innleiða nýja hugmyndafræði.
Gengið hefur ekkert batnað frá því að Rúben Amorim tók við stjórnartaumunum en hann hefur verið að reyna að innleiða nýja hugmyndafræði.
Mirror hefur tekið það saman hvernig fullkominn janúargluggi myndi líta út hjá Man Utd en það fyrsta á listanum er að losa sig við Marcus Rashford. Hann er greinilega ekki inn í myndinni hjá Amorim og hann vill sjálfur fara. Með sölu á Rashford gæti United fengið inn pening til að styrkja leikmannahóp sinn.
Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hægt er að losa til að bæta við pening í budduna og þar á meðal eru Joshua Zirkzee, Antony og Christian Eriksen.
Það næsta á lista er að sækja framherja en liðið hefur aðeins skorað 21 mark í 18 deildarleikjum. Það er ekki nægilega gott.
Viktor Gyökeres ætti að vera efstur á lista hjá Man Utd en Amorim þekkir hann vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Sporting. Gyökeres er markamaskína.
United þarf þá nýjan vinstri bakvörð. Luke Shaw er meiðslahrjáður og Tyrell Malacia er ekki nægilega góður. Nuno Mendes, bakvörður Paris Saint-Germain, gæti verið kostur í janúar en það er annar leikmaður sem Amorim þekkir.
Núverandi leikmannahópur hentar Amorim ekki nægilega vel og það er ljóst að það verða að vera miklar breytingar á næstu mánuðum og árum svo hann fái að blómstra í nýju starfi.
Athugasemdir