Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mán 30. desember 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maupay: Skoða úrslitin hjá Everton og brosi þegar ég á slæman dag
Mynd: EPA
Neal Maupay, leikmaður Marseille, er þekktur fyrir að vera með leiðindi bæði innan sem og utan vallar.

Maupay er á lánssamningi frá Everton en franska félagið er skyldugt til að kaupa hann í sumar.

Þegar Fabrizio Romano greindi frá félagaskiptunum í sumar deildi hann myndbandi úr kvikmyndinni Shawshank Redemption þar sem Andy Dufresne var laus úr fangelsi.

Everton tapaði gegn Nottingham Forest í gær og í kjölfarið skrifaði Maupay færslu á X: „Alltaf þegar ég á slæman dag skoða ég úrslitin hjá Everton og brosi," skrifaði Maupay.


Athugasemdir
banner
banner